Lífið

McCartney og Mills ekki á leið í dómsalinn

Sir Paul McCartney og konan hans fyrrverandi, Heather Mills ætla sér að gera úrslitatilraun til þess að komast að samkomulagi um hvernig hafa skuli skilnaði þeirra án þess að málið þurfi að fara fyrir dómara. Deilurnar standa þó enn og ekki að furða að Paul hafi ekki séð sér fært að mæta í Viðey til þess að vera viðstaddur tendrun friðarsúlunnar, enda ekki friðvænlegt á hans heimavígstöðvum.

Fréttir í vikunni hermdu að parið væri á leið í réttarsalinn en breska blaðið Guardian hefur eftir áreiðanlegum heimildum að þau ætli sér að útkljá málið án hjálpar frá dómstólunum. Samningaviðræður fóru út um þúfur á fimmtudag.

Aðal deilumálið er sagt snúast um að Bítillinn fyrrverandi sé harður á því að Heather skrifi undir samning þess efnis að hún ræði ekki opinberlega um hjónaband þeirra til fjögurra ára, né hve mikla peninga hún fái í sinn hlut við skilnaðinn. Óstaðfestar fregnir herma að Paul hafi boðið Heather 50 milljónir punda að skilnaði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.