Lífið

Berry geymdi neikvæð þungunarpróf í náttborðsskúffunni

Berry og Aubry unnu hörðum höndum að því að koma barninu undi
Berry og Aubry unnu hörðum höndum að því að koma barninu undi MYND/Getty

Óskarsverðlaunaleikkonan Halle Berry talaði opinskátt um getnað barnsins sem hún ber undir belti í spjalli hjá Opruh Winfrey í gær. Hin 41 árs gamla Berry og kærastinn Gabriel Aubry reyndu nokkuð lengi að koma barninu undir og voru þau af þeim sökum mikið heima við að gera það sem gera þarf sagði Berry.

„Ég er frekar hjátrúafull og af einhverjum ástæðum geymdi ég öll neikvæðu þungunarprófin í náttborðsskúffunni. Þau voru orðin 35 þegar ég fékk loksins jákvæða niðurstöðu.“

Berry er að vonum himinlifandi með þungunina og segist strax vera farin að plana annað barn þó að enn séu um sex mánuðir í að það fyrsta komi í heiminn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.