Lífið

Turtildúfur með eins tattú

Miller og Ifans hafa verið óaðskiljanleg undanfarnar vikur
Miller og Ifans hafa verið óaðskiljanleg undanfarnar vikur MYND/Getty

Þrátt fyrir að breska leikkonan Sienna Miller neiti því staðfastlega að hún og Rhys Ifans séu saman þá virtist annað uppi á teningnum þegar þau sáust koma út af tattústofu í Dublin í gær.

Ifans er með eins tattú og Moss og MillerMYND/Getty

Ifans hafði fengið sér svölutattú á hægri úlnliðinn og er það nákvæmlega eins tattú og Miller ber á úlnliði vinstri handar. Parið gekk svo um götur Dublinar og virtist hið ánægðasta. Miller hélt uppi erminni á frakka Ifans og strauk yfir aumt svæðið.

Tattúið

Nýlega rifust ofurfyrirsætan Kate Moss og Sienna Miller heiftarlega í brúðkaupi sameiginlegs vinar og sakaði Moss Miller um að stela stílnum sínum og auk þess vini sínum, en Moss og Ifans hafa löngum verið góðir vinir. Það undarlega er að Moss er einnig með svölutattú og er ekki gott að segja hvað þeim Miller og Ifans gengur til með því að fá sér eins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.