Lífið

Pitt hefur áhyggjur af börnum sínum

MYND/Getty

Ofurstjarnan Brad Pitt segir paparazzi-ljósmyndara, sem elta hann og fjölskyldu hans á röndum, valda honum hvað mestri gremju í lífinu. Pitt hefur miklar áhyggjur af því hvaða áhrif fjölmiðlaathyglin hafi á börnin hans fjögur og segist oft hugsa um hvað þetta hljóti að vera skrítið fyrir þau.

„Þau halda virkilega að lífið sé þannig að þegar maður stígur fæti út úr húsi umkringi mann ljósmyndarar með blikkandi ljós. Þau upplifa það svo að vera elt á röndum og að komast ekki úr sporunum.

„Svona sjá þau hinn stóra heim fyrir sér," segir Pitt. „Zahara bendir og segir Cameras og Pax segir People. „Svona er þeirra daglega líf. Þau líta hvorki á þetta sem gott né vont en ég vil ekki að þau verði kvíðin og að þeim stafi ógn af þessu. Ef ljósmyndararnir færu einhvern daginn yfir strikið gagnvart börnunum myndi ég eiga erfitt með að taka ekki til minna ráða," er haft eftir Pitt á imdb.com






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.