Lífið

Britney missir forræðið

Dómari í Los Angeles veitti í kvöld Kevin Federline fullt forræði yfir börnunum tveimur sem hann á með söngkonunni Britney Spears. Britney og Federline hafa allt síðan að þau skildu deilt forræði en stanslaus vandræðagangur á Spears undanfarin misseri leiddi til þess að Federline höfðaði mál til þess að fá fullt forræði yfir börnum sínum.

Það mál tók svo óvænta stefnu í dag eftir að lögmaður Federline fór á fund dómara í til að skýra frá því að Britney hefur verið að keyra án ökuréttinda. Dómarinn ákvað þá samstundis að veita Federline fullt forræði þar til úrskurður fellur endanlega í málinu.

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.