Lífið

Bondstjarna fellur frá

Maxwell í hlutverki Miss Moneypenny
Maxwell í hlutverki Miss Moneypenny MYND/Getty

Kanadíska leikkonan Lois Maxwell er látin, 80 ára að aldri. Maxwell lék Miss Moneypenny í James Bond myndunum um árabil. Hún lék á móti Sean Connery í fyrstu myndinni, Dr. No, árið 1962 og fór með hlutverk Miss Moneypenny allt til ársins 1985 þegar hún lék í A view To A Kill á móti Roger Moore. Alls lék Maxwell í fjórtán Bondmyndum og vann til Golden Globe verðlauna fyrir frammistöðu sína.

Leikkonan lék síðast í myndinni The Fourth Angel á móti þeim Forest Whitaker og Jeremy Irons.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.