Lífið

Sutherland gæti lent í fangelsi

Í hlutverki Jack Bauer í 24.
Í hlutverki Jack Bauer í 24.

Íslandsvinurinn Kiefer Sutherland gæti endað í fangelsi ef hann verður fundinn sekur um að hafa ekið undir áhrifum áfengis . Sutherland var formlega ákærður í gær fyrir að hafa í tvígang verið tekinn drukkinn undir stýri. Hann gæti átt von á að minnsta kosti fjögurra daga gæsluvarðhaldi

Hámarksrefsing fyrir að hvert tilfelli ölvunaraksturs er sex mánaða fangelsi og rúmlega 31 þúsund króna sekt. Leikarinn er á skilorði vegna ölvunaraksturs árið 2004 en þá var hann dæmdur til að fara í meðferð.

Sutherland er þekktastur fyrir leik sinn sem Jack Bauer í 24. Ný þáttaröð hefst í Bandaríkjunum í janúar.

Leikarinn var í 10. sæti viðskiptatímaritsins Forbes yfir best launuðu þekktu einstaklingana á síðasta ári. Oprah winfrey er efst á listanum með 16 milljarða árslaun, en Keifer með tæplega 1,4 milljarð.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.