Þjófar stela nýjasta handriti Coppola Sigríður Guðlaugsdóttir skrifar 29. september 2007 13:55 Francis Ford Coppola á úrslitaleik Libertadores Cup í Buenos Aires fyrr á árinu. MYND/AFP Þjófar í Argentínu stálu tölvu bandaríska kvikmyndaleikstjórans Francis Ford Coppola, en í henni var handrit af nýjustu kvikmyndinni sem Óskarsverðlaunahafinn vinnur að. Fimm vopnaðir menn réðust inn í hús leikstjórans í Palermo hverfinu í Buenos Aires, en þar býr efnameira fólk borgarinnar. Þeir létu greipar sópa og tóku meðal annars tölvur og myndavélar. Leikstjórinn var ekki heima þegar mennirnir brutust inn. En þjófarnir réðust að manneskju sem var í húsinu, hótuðu henni og börðu. Talsmaður Coppola hefur boðið peningaverðlaun fyrir þann sem kemur tölvunni í réttar hendur, en í henni voru gögn sem eru afar mikilvæg leikstjóranum. Coppola er fimmfaldur Óskarsverðlaunahafi og leikstýrði meðal annars trílógíunni um Guðföðurinn og Acopalypse now. Matt Dillon mun leika aðalhlutverkið í nýju myndinni Tetro sem fjallar um samkeppni kynslóða ítalskrar listafjölskyldu sem flyst til Buenos Aires. Tökur á myndinni hefjast í febrúar á næsta ári. Coppola er miður sín vegna þjófnaðarins. Hann hefur búið í Buenos Aires í nokkra mánuði og lært spænsku á meðan hann hefur unnið við handritið að Tetro. Coppola er ekki fyrsti þekkti Bandaríkjamaðurinn sem verður fórnarlamb þjófa í Buenos Aires. Handtösku og farsíma Barböru Bush, dóttur Bandaríkjaforseta var rænt af henni á síðasta ári, þrátt fyrir að hún væri undir vernd bandarísku leyniþjónustunnar. Mest lesið Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp Einar og Milla eiga von á dreng Lífið Fleiri fréttir Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Sjá meira
Þjófar í Argentínu stálu tölvu bandaríska kvikmyndaleikstjórans Francis Ford Coppola, en í henni var handrit af nýjustu kvikmyndinni sem Óskarsverðlaunahafinn vinnur að. Fimm vopnaðir menn réðust inn í hús leikstjórans í Palermo hverfinu í Buenos Aires, en þar býr efnameira fólk borgarinnar. Þeir létu greipar sópa og tóku meðal annars tölvur og myndavélar. Leikstjórinn var ekki heima þegar mennirnir brutust inn. En þjófarnir réðust að manneskju sem var í húsinu, hótuðu henni og börðu. Talsmaður Coppola hefur boðið peningaverðlaun fyrir þann sem kemur tölvunni í réttar hendur, en í henni voru gögn sem eru afar mikilvæg leikstjóranum. Coppola er fimmfaldur Óskarsverðlaunahafi og leikstýrði meðal annars trílógíunni um Guðföðurinn og Acopalypse now. Matt Dillon mun leika aðalhlutverkið í nýju myndinni Tetro sem fjallar um samkeppni kynslóða ítalskrar listafjölskyldu sem flyst til Buenos Aires. Tökur á myndinni hefjast í febrúar á næsta ári. Coppola er miður sín vegna þjófnaðarins. Hann hefur búið í Buenos Aires í nokkra mánuði og lært spænsku á meðan hann hefur unnið við handritið að Tetro. Coppola er ekki fyrsti þekkti Bandaríkjamaðurinn sem verður fórnarlamb þjófa í Buenos Aires. Handtösku og farsíma Barböru Bush, dóttur Bandaríkjaforseta var rænt af henni á síðasta ári, þrátt fyrir að hún væri undir vernd bandarísku leyniþjónustunnar.
Mest lesið Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp Einar og Milla eiga von á dreng Lífið Fleiri fréttir Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Sjá meira