Lífið

Viggo tók soninn með í Kristjaníu

Danski leikarinn Viggo Mortensen tók 19 ára gamlan son sinn með sér er hann heimsótti fríríkið Kristjaníu fyrr í sumar. Þetta kemur fram í viðtali blaðsins Nyhedsavisen í dag. Sjálfur var Viggo, að sögn, heimilisgestur í Kristjaníu á áttunda áratugnum.

"Ég fór með son minn í skoðunarferð um staðinn og sagði honum frá öllum þeim góðu hlutum sem ég upplifði þar á sínum tíma," segir Viggo m.a. í þessu viðtali. Viggo undrar sig á aðgerðum dönsku ríkisstjórnarinnar gagnvart Kristjaníu og þeim fyrirætlunum að gera staðinn "eðlilegann".

"Ég tel að þarna gerist fleiri góðir hlutir en slæmir og ég vona að sú tíð renni upp að ég geti tekið barnabörn mín með í heimsókn til Kristjaníu," segir Viggo Mortensen sem trúir því ekki að fríríkið heyri sögunni til.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.