Lífið

Madonna meðal tilnefndra í Hall of fame

25 ár eru síðan Madonna gaf út fyrstu smáskífu sína, Everybody.
25 ár eru síðan Madonna gaf út fyrstu smáskífu sína, Everybody. MYND/Getty

Madonna, the Beastie Boys og Donna Summer eru meðal þeirra sem tilnefnd hafa verið í heiðurshöll tónlistarmanna (US Rock and Roll Hall of Fame), samkvæmt Billboard tímaritinu. Þá hafa Leonard Cohen, John Mellencamp, Chic, the Dave Clark Five og Afrika Bambaataa einnig verið tilnefnd.

Til að hljóta tilnefningu þurfa að vera liðin 25 ár frá því að tónlistarmaðurinn eða hljómsveitin sendi frá sér fyrstu upptökuna. Sérstök nefnd annast tilnefningarnar en einungis fimm komast þó inn í höllina á ári hverju. Um 600 tónlistarsérfræðingar taka ákvörðun um hverjir hljóta viðurkenninguna.

Hinir útvöldu verða hluti af höllinni, sem staðsett er í Cleveland í Ohio, í mars á næsta ári. Í fyrra voru það REM, Grandmaster Flash and the Furious Five, Van Halen, the Ronettes og Patti Smith sem hlutu heiðurinn.

Verk hinna útvöldu eru öll aðgengileg í höllinni auk þess sem myndbönd með brotum úr ferli þeirra eru til sýnis.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.