Lífið

Nýjasta handriti Coppola stolið

Coppola hefur unnið til fimm Óskarsverðlauna
Coppola hefur unnið til fimm Óskarsverðlauna MYND/AP

Fimm vopnaðir þjófar réðust inn á heimili bandardíska kvikmyndaleikstjórans Francis Ford Coppola í gær og rændu meðal annars fartölvu sem í var handrit að væntanlegri kvikmynd leikstjórans sem mun heita Tetro.

Coppola, sem meðal annars leikstýrði Guðföðurnum og hefur hlotið fimm Óskarsverðlaun, var ekki heima þegar þjófnaðurinn átti sér stað en aftur á móti varð ónafngreind manneskja innandyra fyrir hótunum og barnsmíðum af hendi þjófanna.

 

Fréttaljósmyndarar fyrir utan heimili Coppola í Buenos Aires þar sem þjófnaðurinn átti sér staðMYND/AP

Talsmaður Coppola hefur boðið fundarlaun fyrir tölvuna en innihald hennar segir hún mikilvægt fyrir leikstjórann. Tökur á Tetro áttu að hefjast í febrúar á næsta ári og hefur Matt Damon verið fenginn til að leika aðalhlutverkið.

Coppola hefur búið í Buenos Aires undanfarna mánuði og unnið að gerð myndarinnar. Að sögn talsmanns leikstjórans er hann miður sín vegna atviksins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.