Lífið

Victoria hannar fyrir Mel B

Victoria á New Tokyo flugvellinum á leið til Bretlands að hitta tengdaföður sinn sem fékk hjartaáfall í gærkvöldi
Victoria á New Tokyo flugvellinum á leið til Bretlands að hitta tengdaföður sinn sem fékk hjartaáfall í gærkvöldi MYND/Getty

Það getur komið sér vel að eiga vinkonu sem er jafn vel að sér í tískunni og Victoria Beckham. Mel B hefur nú beðið stallsystur sína úr Spice girls að hann fyrir sig þá kjóla og búninga sem hún mun klæðast í Dancing with the Stars keppninni sem hún tekur þátt í. Þessi ameríska útgáfa af hinum geysivinsæla Strictly Come Dancing hófst í vikunni og byrjaði kryddið vel á léttum Cha cha cha.

Victoria er augljóslega fyrsta val Mel B en hún er talin vera hvað best með á nótunum í tískuheiminum. Hún var í gær stödd í Japan til að kynna nýja ilmvatnið sitt en hún hefur áður komið á markað eigin fatalínu undir merkinu VB og auk þess gallabuxnamerkinu Rock And Republic.

Að sögn Mel B ætla vinkonurnar að fljótlega að setjast niður og velja snið. Hún segir auk þess að Victoria ætli að koma og horfa á einn þáttinn.

Það er ekki amalegt að fá að hanna föt á þennan kroppMYND/Getty

Þó er ekki ljóst hvort nýlegt áfall í Beckhamfjölskyldunni setji strik í reikninginn en tengdafaðir Victoriu, Ted Beckham, fékk hjartaáfall í gærkvöldi. Eiginmaður hennar David Beckham flaug í skyndi frá Los Angeles til Bretlands en Victoria komst ekki með honum þar sem hún var eins og áður segir við störf í Japan. Hún var þó mætt á New Tokyo flugvöllinn snemma á morgun og mun vera á leið til Bretlands til að hitta Beckhamfeðgana.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.