Lífið

Scorsese gerir mynd um George Harrison

Scorsese hlaut Óskarinn fyrir The Departed í fyrra
Scorsese hlaut Óskarinn fyrir The Departed í fyrra MYND/Getty

Kvikmyndaleikstjórinn Martin Scorsese hefur fallist á að gera mynd um Bítilinn George Harrison. Olivia, ekkja Harrison mun aðstoða við gerð handritsins. Þá munu þeir Paul McCartney og Ringo Starr einnig leggja sitt af mörkum.

Scorsese hefur fengist við sambærileg verkefni en hann gerði nýlaga tvær heimildamyndir. Aðra um Bob Dylan og hina um the Rolling Stones.

Harrison lést úr lungnakrabbameini árið 2001, aðeins 58 ára að aldri. Tveimur árum áður lifði hann af hnífstunguárás manns sem réðst inn á heimili hans.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.