Lífið

Rolling Stones í Heimsmetabók Guinness

Mick Jagger og Keith Richards í feiknarfjöri
Mick Jagger og Keith Richards í feiknarfjöri MYND/Getty

Þrátt fyrir að meðlimir The Rolling Stones verði ekki yngri með árunum þá eru þeir enn að gera góða hluti og komust þeir síðast í Heimsmetabók Guinness fyrir best heppnaða tónleikaferðalag sögunnar. Þeir félagar höluðu inn hvorki meira né minna en 437 milljónum Bandaríkjadala á tónleikaferð sinni A Bigger Bang Tour sem skilaði þeim rakleiðis í Heimsmetabókina og eflaust nokkrum dölum í eftirlaunasjóðinn.

Poppdrottningin Madonna komst einnig í bókina þetta árið og hlaut titilinn farsælasti kvenlistamaðurinn en tónleikaferð hennar Confessions halaði inn 200 milljónum dollara.

Heimsmetabók Guinnes er gefin út á hverju ári og kemur nýjasta eintakið út á morgun, föstudag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.