Lífið

Clooney segir sambönd sín dauðadæmd

Sarah ætti að nýta tímann vel með Clooney því sambönd hjartaknúsarans endast að hámarki í þrjú ár
Sarah ætti að nýta tímann vel með Clooney því sambönd hjartaknúsarans endast að hámarki í þrjú ár MYND/Getty

Hinn sykursæti Hollywoodleikari George Clooney hefur sagt nýju kærustu sinni Söruh Larson að hann muni aldrei giftast henni. „Sambönd mín eru dauðadæmd," hefur hann látið hafa eftir sér. Frá því að Clooney skildi við Taliu Balsam árið 1993 hefur hann verið í mörgum samböndum en ekkert þeirra hefur enst.

„Ég er aldrei heima og allar konur fá nóg af því. Ég mundi ekki þola mig lengi og þær gera það ekki. Ég hugsa að þetta sé mitt hlutskipti í lífinu og að ég geti aldrei verið í sambandi í meira en þrjú ár. Vandamálið er að ég tek alltaf að mér verkefni sem bera mig lengra og lengra frá heimilinu," segir Clooney sem viðurkennir að hann forðist langtímaskuldbindingar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.