Lífið

Síðustu atriðin á Airwaves að tínast inn

Hátíðin hefst 17. október næstkomandi
Hátíðin hefst 17. október næstkomandi

Síðustu atriðin í dagskrá Iceldand Airwaves hátíðarinnar, sem hefst eftir þrjár vikur, eru þessa dagana að tínast inni.

Þar má nefna breska dúettinn Prinzhorn Dance School, skosku sveitina Theatre Fall, elektró píuna Roxy Cottontail frá New York og svo helstu vonarstjörnur Norðmanna og Svía í rokkinu en þær eru Ungdomskulen frá Noregi og Radio LXMRG frá Svíþjóð. Þá hefur fjöldi i innlendra listamanna bæst við dagskránna og má þar finna Valgeir Sigurðsson, Elízu, Bootlegs, Sverri Bergmann, Retron og Forgotten Lores.

Sænska sveitin Radio LXMRG er á mikilli siglingu þessa dagana og telst hún til líklegra sigurvegara Airwaves í ár, að því er fram kemur í tilkynningu. Þá er vert að gefa breska dúettinum Prinzhorn Dance School gaum en hann fékk nýverið plötusamning hjá DFA útgáfunni í New York og er ný breiðskífa hans unnin af forsprakka LCD Soundsystem, James Murphy.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.