Lífið

Kate Moss trúlofuð

MYND/Getty

Kate Moss tilkynnti vinum sínum á sunnudag að hún og Jamie Hince, kærasti hennar til nokkurra vikna væru trúlofuð. "Ég elska hann og við erum trúlofuð," sagði ofurmódelið.

 

Hinn heppniMYND/Getty

Vinur hennar segir trúlofunina ekki formlega en að þetta sé leið Moss til að tjá Hince ást sína. Kate mun sjálf hafa borið spurninguna upp og Hince var ekki lengi að svara henni játandi.

Moss hætti með rokkaranum Pete Doherty í júlí síðastliðinn en hann er nú staddur í fíkniefnameðferð.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.