Lífið

Mínútuþögn til minningar um aftökur á tökustað Valkyrie

Cruise á tökustað
Cruise á tökustað MYND/AFP

Tom Cruise og aðrir sem koma að gerð myndarinnar Valkyrie vottuðu í dag þeim sem teknir voru af lífi fyrir að reyna að ráða Adolf Hitler af dögum virðingu sína með mínútuþögn á aftökustaðnum.

Cruise og starfslið hans fékk nýlega leyfi til að mynda á aftökustað ofurstans Claus von Stauffenberg sem Cruis leikur en hann var meðal þeirra sem teknir voru af lífi fyrir að leggja á ráðin um að myrða Hitler. Í fyrstu var tökuliðinu bannað að mynda á staðnum en yfirvöldum snérist hugur þegar þeim þótti ljóst að virðing yrði borin fyrir staðnum.

Áður en tökur hófust í dag héldu handritshöfundurinn, leikstjórinn og Cruise stutta tölu og báðu að því loknu um mínútu þögn til að votta Þýsku þjóðhetjunum virðingu sína.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.