Lífið

Paris nældi í sænskan túrista

MYND/Getty

Hótelerfinginn Paris Hilton hefur í gegnum tíðina verið bendluð við leikara, rokkstjörnur og aðra mikils metna menn en nú hefur hún nælt í sænska unglingspiltinn Alexander Väggö von Zweigbergk sem þrátt fyrir háfleygt eftirnafn er hvorki ríkur né frægur. Það sem drengurinn mun þó hafa til brunns að bera er guðdómlegt útlit.

Paris kom auga á hinn tvítuga Alex þegar hún sá hann á gangi fyrir utan farfuglaheimili í Beverly Hills en hann hafði verið á bakpokaferðalagi um skeið. Hún stöðvaði bíl sinn í skyndi, rauk út og gaf sig á tal við drenginn. Síðan þá hafa þau verið óaðskiljanleg og á fréttavef dönsku sjónvarpsstöðvarinnar TV2 er haft eftir móður Alex, Ceciliu, að sonur hennar sé yfir sig hamingjusamur.

Fyrir utan það að vera í slagtogi við eftirsóttustu ljósku heims mun nýja kærastan einnig hafa útvegað Alex fyrirsætusamning hjá módelskrifstofunni Nou Models.

Parið sást kyssast á miðri götu í Los Angeles á dögunum og hefur Paris þegar kynnt Alex fyrir foreldrum sínum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.