Lífið

Stjörnur prýddu góðgerðartískusýningu í London

MYND/Getty

Í gær fór fram góðgerðartískusýningin Fashion For Relief í London. Sýningin var sú síðasta á tískuvikunni í London og miðaði að því að safna fé til styrktar þeim sem urðu illa úti í flóðunum sem gengu yfir Bretland í sumar.

Ofurfyrirsætan Naomi Campbell var einn aðal skipuleggjandi sýningarinnar og fékk til liðs við sig ekki ómerkari fyrirsætur en Yasmin Le Bon, Elle Macpherson, Jodie Kidd og margar fleiri. Sýnd voru föt frá mörgum af þekktustu tískuvöruframleiðendum heims og má þar nefna Burberry, Alexander McQueen, Dior, Dolce & Gabbana, Pepe Jeans, og Vivienne Westwood.

Sýninguna sóttu margar af helstu stjörnum heims og var því um að ræða sannkallaða stjörnuveislu.

Fyrirsæturnar Elle MacPherson og Claudia Schiffer lögðu málefninu liðGetty
Sömuleiðis Sting og eiginkona hans Trudie Styler. Styler virðist hafa tekið bónda sinn í sátt en nýlega náðist mynd af honum fyrir utan hóruhús í HamborgGetty
Sarah Ferguson og dóttir hennar og prinsessan Beatrice. En Beatrice kemur hér fram á sinni fyrstu tískusýninguGetty
Mæðgurnar með fína taktaGetty
Leyfðu meira að segja myndatöku baksviðsGetty
Tískugúrúinn Boy GeorgeGetty
Söngkonan Skin með sitt framlagGetty
Enginn annar en Christian Slater klæddi sig upp í hátískujakkaföt og spígsporaði umGetty
Heather KerznerGetty
Campbell ásamt Prince AzimGetty
Getty





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.