Lífið

Birgitta Haukdal sendir frá sér sólóplötu

Sólóplata með Birgittu Haukdal er væntanleg í verslanir í byrjun nóvember. Þetta er í raun fyrsta sólóplata hennar ef frá er talin barnaplatan Perlur sem kom út árið 2004. Vignir Snær Vigfússon, samstarfsfélagi Birgittu í Írafári, stýrir upptökum.

Lagið Án þín er fyrsta lagið sem fór í spilun af plötunni og hefur töluvert hljómað í ljósvakamiðlum að undanförnu. Þýska rokksveitin Scorpions sendi það frá sér fyrir um 20 árum undir nafninu Wind of Change.

Plötum sem Birgitta hefur komið nálægt á undanförnum fimm árum hefur vegnað vel og hafa þrjár plötur Írafárs selst í tæplega 40.000 eintökum. Ef sölu barnaplötunnar ásamt öðrum verkefnum er bætt við er heildarsalan komin í um 70.000 eintök.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.