Lífið

Prince tróð óvænt upp á tískusýningu

MYND/Getty

Poppgoðsögnin Prince kom gestum á tískusýningu Matthew Williamson, á tískuvikunni í London, á óvart í gær þegar hann hóf upp raust sína og söng lagið U Got the Look.

Prince sat í fyrstu á fremsta bekk en tók síðan upp míkrafón og hóf að syngja í sætinu. Hann stökk síðan upp á svið ásamt tveimur módelum sem dönsuðu í bakgrunni og fullskipaðri hljómsveit. Áhorfendur fögnuðu að vonum ákaft.

Prince hinn rólegasti í sæti sínu rétt áður en tróð óvænt upp. Við hlið hans er Trudy Styler eiginkona söngvarans Sting.MYND/Getty

„Hann vildi endilega fá að gera þetta," sagði Williamson í samtali við Reuters fréttastofuna í lok sýningarinnar. „Þú segir ekki nei við Prince."

Söngvarinn hefur í sumar haldið tónleikaröð á O2 leikvanginum í London og lýkur henni á föstudag. Miðarnir eru gífurlega eftirsóttir og fara sumir á um 500 pund eða á um 63 þúsund krónur á uppboðssíðum eins og eBay.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.