Lífið

Amy vann til verðlauna en klúðraði um leið

MYND/Getty

Amy Winehouse hlaut í gær verðlaun sem besti kvenlistamaður ársins á tveimur tónlistarverðlaunahátíðum sem fram fóru í London. Söngkonan tók sjálf við verðlaununum á Mobo verðlaunahátíðinni (Music of Black Orgin) sem haldin var á O2 leikvanginum. Hún tók einnig tvö lög af nýjustu plötu sinni Back to Black.

Þar sem hátíðirnar voru á sama tíma sendi hún húsráðanda á hverfispöbb sínum til að taka á móti verðlaununum á Vodafone Live Music Awards.

Söngkonan var langt frá því að vera upp á sitt besta á sviðinu. Hún gleymdi textanum í laginu Tears Dry On Their Own. Hún virtist einnig völt á sviðinu og þurfti nokkrum sinnum að grípa í hljóðnemastandinn til að halda sér uppréttri. Þá átti hún í vandræðum með kjólinn sem virtist vera að leka niður fyrir brjóst.

Í búningsherberginu fyrir atriðið lét söngkonan öllum illum látum. Hún öskraði að sögn viðstaddra á alla sem í vegi hennar voru.

Amy var fyrir nokkrum vikum lögð inn vegna ofneyslu vímuefna en hún hefur ekki klárað meðferð. Hún mun eiga við alvarlegan vímuefnavanda að stríða og er sögð háð sterkum efnum.

Amy tekur við verðlaununum á Mobo verðlaunahátíðinniGetty
Ekki gott að lenda í vandræðum með kjólinn í miðju atriðiGetty
Söngkonan ekki upp á sitt bestaGetty
Nokkrir góðir sprettirGetty
Amy var völt á sviðinu og þurfti reglulega að styðja sig við nálæga hlutiGetty





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.