Lífið

Hudgens biðst afsökunar á nektarmynd

Hudgens er eitt heitasta ungstirnið í Hollywood
Hudgens er eitt heitasta ungstirnið í Hollywood MYND/Getty

Hin átján ára High School Musical stjarna, Vanessa Hudgens, baðst á dögunum afsökunar á nektarmynd af henni sem lekið hefur út á netið.

"Ég vil biðja aðdáendur mína afsökunar. Þeir sem styðja mig og treysta á mig skipta mig öllu. Þetta er mjög vandræðalegt og ég sé mikið eftir því að hafa látið taka þessa mynd af mér."

Kærastinn Hudgens, Zac Efron, tók myndina á símann sinn og var hún eingöngu ætluð til einkanota. Hún lak þó af einhverjum ástæðum út á netið.

Svo virðist sem leikkonan unga þurfi nú að búa sig undir frekari niðurlægingu en fleiri myndir af henni fáklæddri hafa verið settar inn á netið.

Leikkonan Vanessa Williams úr Ugly Betty hefur þó tekið upp hanskann fyrir Hudgens. "Hún hefur mikla hæfileika og sinnir starfi sínu vel. Þetta er eitthvað sem mun styrkja hana og hjálpa henni að komast af í lífinu. Hún hefur lært sína fyrstu stóru lexíu."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.