Lífið

Kynnir nýja kærastann fyrir vinum

Kate Moss er ástfanginn á ný.
Kate Moss er ástfanginn á ný. MYND/GETTY

Kate Moss og rokkarinn Jamie Hince úr hljómsveitinni The Kills verða nánari með hverjum deginum sem líður. Um helgina bauð Moss honum í sumarbústaðarferð ásamt nánum vinum, þar á meðal Kelly Osbourne.

Moss hefur sagt vinum sínum að Hince minni sig um margt á sinn fyrrverandi Pete Doherty. Hún segir það bæði veita sér öryggistilfinningu um leið og það geri hana brjálaða. Hún segir persónuleika þeirra þó gjörólíka.

Moss á það greinilega til að festast í sama farinu því flestir fyrri kærastar hennar líta út eins og Jamie HinceMYND/Getty

Vinur hennar segir hana alltaf velja sömu týpurnar. "Þeir verða að vera hættulegir, lokaðir en um leið góðir inn við beinið."

Vinir Moss virðast þó að mestu ánægðir með Hince. "Mér finnst þetta frábært," segir Naomi Campbell náin vinkona Moss. "Ég þoldi ekki hvernig Pete kom fram við hana. Mér er alveg sama þótt nýi gæinn sé rokkari svo lengi sem hann passar upp á hana."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.