Lífið

Börn og Mýrin tilnefndar til Norrænu kvikmyndaverðlaunanna

Baltasar er að vonum ánægður með gott gengi Mýrinnar
Baltasar er að vonum ánægður með gott gengi Mýrinnar MYND/365

Íslensku kvikmyndirnar Börn og Mýrin hafa verið tilnefndar til Norrænu kvikmyndaverðlaunanna 2007 en dómnefnd skipuð fulltrúum allra norrænnu ríkjanna gerði tilnefningar sínar opinberar í morgun.

"Þetta er mikill heiður og í alla staði frábært," segir Baltasar Kormákur, leikstjóri Mýrinnar. Aðspurður um hvort hann sé bjartsýnn á að hljóta verlaunin segist hann vona það besta en sætta sig við allt annað. "Myndinni hefur vegnað vel erlendis og meðal annars hlotið aðalverðlaun á A hátíð og er komin í fyrsta holl tilnefninga til Evrópuverðlaunanna."

Tilkynnt verður um hver hlýtur verðlaunin þann 9. október næstkomandi og verða þau afhent á Norðurlandaráðsþinginu þann 31. október næstkomandi. Verðlaunin nema 350.000 dönskum krónum eða jafnvirði 4.2 milljóna íslenskra króna og skiptast þau jafnt á milli handritshöfundar, leikstjóra og framleiðanda.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.