Lífið

Simspon svarar fyrir sig

MYND/Getty

Fyrrum ruðningshetjan OJ Simpson sem var yfirheyrður á dögunum fyrir grun um aðild að vopnuðu ráni í spilavíti í Las Vegas segist engu hafa rænt. "Ég var einfaldlega að endurheimta hluti sem voru í minni eigu. Það kallast ekki rán og engin vopn voru notuð"

Í viðtali við dagblað í Los Angeles segist hann hafa fengið nokkra félaga sína með sér á hótel sem tilheyrir spilavítinu til að endurheimta íþróttaminjagripi og persónulegar myndir af fyrrum umboðsmanni.

"Ég er OJ Simpson. Hvernig ætti mér að detta það í hug að ræna einhvern og halda að ég kæmist upp með það," segir Simpson en hann var sýknaður árið 1995 af ákæru um að hafa myrt fyrrum eiginkonu sína og ástmann hennar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.