Lífið

West hafði betur en 50 Cent

Keppinautarnir Kanye West og 50 Cent í sjónvarpssal
Keppinautarnir Kanye West og 50 Cent í sjónvarpssal MYND/Getty

Rapparinn Kanye West hefur sigrað andstæðing sinn 50 Cent í harðri samkeppni þeirra á milli um söluhæstu plötu Bretlands.

50 Cent hét því fyrir nokkrum vikum að hætta að gefa út sólóplötur ef plata hans seldist verr en plata West's og nú er ljóst Graduation með West er söluhærri en Curtis með 50 Cent.

West og Cent hafa undanfarið háð grimmt áróðurstríð til að kynna plötur sínar og virðist West einnig ætla að verða hlutskarpari í Bandaríkjunum. Spár gera ráð fyrir því að hann muni selja um 700.000 eintök af plötu sinni þar vestra en lokaniðurstöður liggja fyrir á miðvikudag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.