Lífið

Spennan magnast fyrir Emmy-verðlaunin

Rauða dreglinum rúllað út fyrir fallega og fræga fólkið.
Rauða dreglinum rúllað út fyrir fallega og fræga fólkið. MYND/AP

Fallega og fræga fólkið er eflaust að hafa sig til þessa stundina því í kvöld verða veitt Emmy-verðlaunin fyrir framúrskarandi sjónvarpsefni. Flestra augu beinast að mafíuþáttunum um Soprano-fjölskylduna sem tilnefndir eru til 15 verðlauna á hátíðinni, en þættirnir hafa runnið sitt skeið í Bandaríkjunum.

Aðalleikarinn James Gandolfini er tilnefndur til Emmy-verðlauna sem besti leikari í dramaþáttum. Sömu sögu er að segja af mótleikkonu hans, Edie Falco, en hún hefur hlotið Emmy-verðlaunin fyrir bestan leik í kvenhlutverki í dramaþáttum þrisvar áður. Soprano-fjölskyldan glímir við þættina Heroes, Boston Legal og Grey´s Anatomy um verðlaunin besti dramaþátturinn.

Grínþátturinn Ljóta-Betty með ellefu tilnefingar, þar á meðal besti grínþátturinn og þá er aðalleikkonan, Amercia Ferrera einnig tilnefnd sem besta leikkona í aðalhlutverki í grínþætti. Auk Ljótu-Betty eru 30 Rock, Entourage, Tveir og hálfur maður og Skrifstofan tilnefnd til Emmy-verðlauna sem besti grínþátturinn.

Það er enginn annar en snyrtipinninn og kynnirinn úr American Idol, Ryan Seacrest, sem stjórnar herlegheitunum í Los Angeles í kvöld.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.