Lífið

Madonna hitti Shimon Peres

Madonna sést hér yfirgefa Jerúsalem með eiginmanni Guy Ritchie.
Madonna sést hér yfirgefa Jerúsalem með eiginmanni Guy Ritchie. MYND/AP

Söngkonan Madonna átti í gær fund með forseta Ísraels, Shimon Peres, í Jerúsalem en þar var söngkonan á Kabbalah-ráðstefnu ásamt ýmsum öðrum úr þotuliði Hollywood.

Söngkonan og forsetinn skiptust á gjöfum. Peres gaf Madonnu forláta útgáfu af Gamla testameninu en Madonna gaf honum hins vegar bók um Kabbalah-trúna, en það er trú sem er byggð á dulspeki gyðinga.

Gyðingar fögnuðu í liðinni viku að nýtt ár er gengið í garð samkvæmt tímatali þeirra og var af því tilefni blásið til Kabbala-ráðstefnu í Jerúsalem. Hana sóttu auk Madonnu þau Demi Moore og Asthon Kutcher, Rosie O´Donnell og Donna Karan fatahönnuður svo einhverjir séu nefndir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.