Lífið

Býður upp hlutverk í næstu mynd til stuðnings gömlum félaga

Will Ferell er mikið gæðablóð.
Will Ferell er mikið gæðablóð. MYND/AP

Gamanleikarinn Will Ferrell hyggst bjóða upp aukahlutverk í nýjustu kvikmynd sinni til þess að afla fjár fyrir krabbameinssjóð gamals skólafélaga.

Eftir því sem erlendir miðlar greina frá hefst uppboðið á Netinu á mánudag og stendur til 26. september. Daginn eftir verður svo tilkynnt hver hljóti þann heiður að birtast í nýjustu mynd Ferrells, Step Brothers. Hún fjallar um tvo menn sem hafa verið dekraðir alla tíð en þurfa skyndilega að kljást um athyglina þegar einstæðir foreldrar þeirra giftast. „Þetta er fullkomin jólagjöf frá foreldrum til barnsins síns og það er ljóst að foreldrarnir munu má foreldraverðlaunin þetta árið," segir Ferell um uppboðið.

Afrakstur uppboðsins rennur í sjóð sem vinur Ferrels úr háskóla, Craig Pollard, stofnaði. Honum er ætlað að styrkja fyrrverandi og núverandi krabbameinssjúklinga til háskólanáms og hafa 50 manns þegar fengið styrk úr sjóðnum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.