Lífið

Soldáninn af Brunei fjórfalt ríkari en Björgólfur Thór

Auðævi Haji Hassanal Bolkiah eru metin á um 1440 milljarða íslenskra króna
Auðævi Haji Hassanal Bolkiah eru metin á um 1440 milljarða íslenskra króna MYND/AFP

Forbes tímaritið hefur gefið út lista yfir ríkasta kóngafólk heims. Þar trónir efst soldáninn af Brunei, Haji Hassanal Bolkiah, en auðævi hans eru metin á um 1440 milljarða íslenskra króna og hafa þau gengið í arf í um 600 ár. Til samanburðar þá eru auðævi Björgólfs Thórs Björgólfssonar metin á um 315 milljarða og er soldáninn því rúmlega fjórfalt ríkari.

Aðrir á listanum eru til að mynda konungur Saudi Arabíu, Abdullah Bin Abdulaziz. Hann er í þriðja sæti með um 1224 milljarða. Sjeik Mohammed Bin Rashid Al Maktoum í Dubai er í fjórða sæti með 1032 milljarða og konungur Tælands, Bhumibol Adulyadej, er í því fimmta með um 324 milljarða.

Elísabetu Englandsdrottningu er að finna í 38. sæti með um 38 milljarða en danska konungsfjölskyldan kemst ekki einu sinni á blað.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.