Lífið

Madonna gengur um götur með kynlífsleikfang í hendi

Madonna og Ritchie ásamt börnum sínum Rocco og Lourdes
Madonna og Ritchie ásamt börnum sínum Rocco og Lourdes MYND/Getty

Madonna sást á dögunum halda á glærum plastpoka sem í leyndist kynlífsleikfang. Hún var á leið sinni heim af lúxushóteli í London og gekk eiginmaður hennar, Guy Ritchie, í humátt á eftir henni. Madonna hefur undanfarið haldið þeirri ímynd á lofti að hún sé ráðsett og ábyg móðir og hefur lagt ögrandi framkomu sem einkenndi hana á árum áður til hliðar. Því hafa myndirnar sem náðust af henni með kynlífstól í hendi vakið athygli.

Spurning um að fá sér betri poka

Þau Madonna og Ritchie fengu fyrir nokkrum dögum heimsókn frá embættismanni frá Malavi en honum var ætlað að leggja mat á foreldrahæfni þeirra. Hjónin hafa fengið bráðabirgða forræði yfir hinum tveggja ára David Banda frá Malaví en fá ekki fullt forræði fyrr en úttekt á þeim lýkur. Vinur þeirra sagði að heimsóknin hefði gengið vel og að Madonna væri jafn fullkomin og Mary Poppins í móðurhlutverkinu. Hjónin virðast hafa ákveðið að halda hressilega upp á gott gengi og pantað sér hótelherbergi og tilheyrandi.

Madonna og Ritchie eiga fyrir dótturina Lourdes, tíu ára, og soninn Rocco sem er sjö. Þau munu nú vera að sækjast eftir því að ættleiða stúlku sem einnig frá Malaví og ber nafnið Mercy.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.