Lífið

Nylon og Sniglabandið í eina sæng

Sniglabandið
Sniglabandið MYND/365

Nýtt lag með Nylon og Sniglabandinu fór í spilun í dag. Lagið heitir Britney og fjallar um litla stúlku sem dreymir um að verða Britney Spears. Friðþjófur Sigurðsson, bassaleikari Sniglabandsins, segir að hlustandi Rásar 2 hafi komið með uppskrift að laginu í þætti Sniglabandsins einhvern sunnudaginn.

 

Nylonflokkurinn er nú tríó í stað kvartetts eftir að Emilía hættiMYND/365

Eins og margir vita er Sniglabandið með þátt milli tvö og fjögur á sunnudögum þar sem fólk biður um óskalög sem þeir taka í beinni. Þá er einnig hægt að koma með uppskrift að lagi.

Einar Rúnarsson orgelleikari bandsins samdi lagið og kemur það út á plötu sveitarinnar þann 15. október næstkomandi.

Samstarfið við Nylon kom þannig til að það vantaði einhvern til að syngja og vildu hljómsveitarmeðlimirnir að flutningurinn yrði sem líkastur flutningi poppprinsessunnar. "Þá skaut Nælonflokknum upp í huga okkar og þær voru strax til í samstarf," segir Friðþjófur. Stelpurnar eru algjör draumur og fagmenn fram í fingurgóma enda er lagið fáránlegur hittari."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.