Lífið

Naomi Campbell réttir Victoriu Beckham sáttarhönd

Þær Jodie Kidd, Naomi Campbell, Yasmin Le Bon og Elle Macpherson leggja sitt af mörkum til fórnarlamba flóðanna í Bretlandi
Þær Jodie Kidd, Naomi Campbell, Yasmin Le Bon og Elle Macpherson leggja sitt af mörkum til fórnarlamba flóðanna í Bretlandi MYND/Getty

Naomi Campbell ætlar að taka upp tólið og hringja í Victoriu Beckham til að bjóða henni að taka þátt í stjörnum prýddri góðgerðartískusýningu til styrktar fórnarlamba flóðanna í Bretlandi í sumar.

Þær stöllur hafa ekki talast við í rúm sjö ár en Victoria lét einhver misvel valin orð falla um Naomi í sjónvarpsþætti sínum Victoria's Secrets árið 2000. Í kjölfarið kallaði Naomi Victoriu meðal annars belju á opinberum vettvangi og hafa þær ekki talast við síðan.

 

Victoria er um þessar mundir stödd á tískuvikunni í New York. Hér er hún á sýningu Oscars De La Renta.MYND/Getty

Nú vill Naomi reyna að ná fram sáttum. "Ég ætla að hringja í hana af því hún er svo mikilvæg persóna í tískuiðnaðinum. Hún verður eiginlega að vera með. En hún býr auðvitað í Los Angeles og ég veit ekki hvort hún hafi gert önnur plön. En ég vona að hún geti verið með okkur," segir Naomi.

Victoria er þekkt fyrir að vera ávallt skrefi á undan hvað tískuna varðar. Hér er hún á sýningu Marc Jacobs í New YorkMYND/Getty

Yasmin Le Bon, Elle Macpherson og Jodie Kidd hafa allar fallist á að vera með í sýningunni og þá mun Kate Moss einnig vera viðstödd og sýna hönnun sína. "Við vildum leggja okkar af mörkum til að hjálpa þeim sem urðu illa úti í flóðunum, segir Naomi.

Sýningin sem ber heitið Fashion For Relief mun fara fram þann 20. september næstkomandi eða í lok tískuvikunnar í London.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.