Lífið

Nicky Hilton sýnir hvað í henni býr

Klöppuð upp
Klöppuð upp MYND/AP

Nicky Hilton, systir samkvæmisljónsins Parisar Hilton, sýndi hönnun sína á tískuvikunni í New York um helgina. Þar var vor og sumartískan 2008 til sýnis og gat fólk í skammdeginu borið augum létt og litrík klæði og látið sig dreyma um hækkandi sól. Nicky virtist ánægð með sýninguna en hún hannar undir merkinu Nicholai sem er hennar rétta nafn.

 

Ánægð með árangurinnMYND/AP

Foreldrar hennar þau Kathy Hilton og Rick Hilton voru á staðnum til að fylgjast með en Paris olli gestum þó vonbrigðum og lét ekki sjá sig.

Nicky ásamt foreldrum sínum þeim Kathy og Rick HiltonMYND/Getty

Gagnrýnendur voru ánægðir með hönnunina og sögðu að upp frá þessu væri hægt að taka Nicky alvarlega sem hönnuð. Nicky kom fyrst fram á sjónarsviðið með hönnun sína fyrir þremur árum og setti þá á markað bæði tösku- og íþróttalínu.

Sumarleg snótMYND/AP
.
Mikið lagt í smáatriðinMYND/AP
.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.