Nýtt aðskotadýr í Hvalfirði Heimir Már Pétursson skrifar 6. september 2007 18:30 Ný krabbategund sem sennilega hefur borist til Íslands með sjóballest skipa, finnst nú í miklu magni í Hvalfirði. Vísindamenn telja að nýjar dýrategundir sem þessar geti valdið miklum usla í lífríkinu. Hlýnandi sjór og vaxandi umferð skipa frá fjarlægum stöðum geta leitt til þess að nýjar dýrategundir berist til landsins. Fyrir nokkru greindum við frá áhyggjum Jóns þórðarsonar í Arnarfirði af því að mikil umferð stórra olíuskipa þangað gæti haft í för með sér að framandi sjávardýr tækju sér þar bólfestu. Vitað er um þörunga og sandrækju sem borist hafa hingað en nú hafa sjávarlíffræðingar við Háskóla Íslands hafið rannsókn á töskukrabba sem sennilega hefur borist í Hvalfjörðinn fyrir fimm árum. Jörundur Svavarsson prófessor leiðir tvo unga vísindamenn í mastersverkefni á töskukrabbanum; hvaðan hann kemur hingað til lands og hvaða áhrif hann muni hafa. Jörundur segir menn undrandi á hvað krabbinn finnst í miklu magni í Hvalfirðinum en þangað hefur hann sennilega borist með kjölvatni skipa, eða sjóballest, sem þau sleppa út í hafið. Jörundur segir að ef skipstjórnarmenn passi ekki að skipta um sjó í ballestinni áður en þeir koma með skip nærri landi sé hætta á að lífverur komist upp að ströndum landsins. Jörundur segir fremstu sérfræðinga heims telja að um 5.000 tegundir flakki nú um heiminn með þessum hætti. Og þær eru ekki endilega alltaf búbót. Þær geta t.d. ýtt öðrum lífverum til hliðar. Þá geta veirur og bakteríur sem ekki þekkjast hér við land borist með þessum lífverum og haft alvarleg áhrif á lífríkið hér. Arnarfjörður er sérstakur að því leyti að hann er dýpstur innst og lífríkið þar því nokkuð sérstakt. Jörundur segir að lífríkinu þar gæti stafað hætta af nýjum lífverum. Þar hafi verið gjöful rækjumið en einnig megi finna þar ýmis lindýr og aðrar lífverur sem hagnýta megi í framtíðinni. Töskukrabbinn gæti einnig borist í Arnarfjörð. Marinó Fannar Pálsson MS-nemi í sjávarlíffræði segir töskukrabbann frekan og hann éti nánast allt sem fyrir verði. Félagi hans í rannsóknarverkefninu, Óskar Sindri Gíslason, segir að þeir séu m.a. að kanna útbreiðslu krabbans og hvað hann geti hugsanlega fjölgað sér mikið við landið.. Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Ný krabbategund sem sennilega hefur borist til Íslands með sjóballest skipa, finnst nú í miklu magni í Hvalfirði. Vísindamenn telja að nýjar dýrategundir sem þessar geti valdið miklum usla í lífríkinu. Hlýnandi sjór og vaxandi umferð skipa frá fjarlægum stöðum geta leitt til þess að nýjar dýrategundir berist til landsins. Fyrir nokkru greindum við frá áhyggjum Jóns þórðarsonar í Arnarfirði af því að mikil umferð stórra olíuskipa þangað gæti haft í för með sér að framandi sjávardýr tækju sér þar bólfestu. Vitað er um þörunga og sandrækju sem borist hafa hingað en nú hafa sjávarlíffræðingar við Háskóla Íslands hafið rannsókn á töskukrabba sem sennilega hefur borist í Hvalfjörðinn fyrir fimm árum. Jörundur Svavarsson prófessor leiðir tvo unga vísindamenn í mastersverkefni á töskukrabbanum; hvaðan hann kemur hingað til lands og hvaða áhrif hann muni hafa. Jörundur segir menn undrandi á hvað krabbinn finnst í miklu magni í Hvalfirðinum en þangað hefur hann sennilega borist með kjölvatni skipa, eða sjóballest, sem þau sleppa út í hafið. Jörundur segir að ef skipstjórnarmenn passi ekki að skipta um sjó í ballestinni áður en þeir koma með skip nærri landi sé hætta á að lífverur komist upp að ströndum landsins. Jörundur segir fremstu sérfræðinga heims telja að um 5.000 tegundir flakki nú um heiminn með þessum hætti. Og þær eru ekki endilega alltaf búbót. Þær geta t.d. ýtt öðrum lífverum til hliðar. Þá geta veirur og bakteríur sem ekki þekkjast hér við land borist með þessum lífverum og haft alvarleg áhrif á lífríkið hér. Arnarfjörður er sérstakur að því leyti að hann er dýpstur innst og lífríkið þar því nokkuð sérstakt. Jörundur segir að lífríkinu þar gæti stafað hætta af nýjum lífverum. Þar hafi verið gjöful rækjumið en einnig megi finna þar ýmis lindýr og aðrar lífverur sem hagnýta megi í framtíðinni. Töskukrabbinn gæti einnig borist í Arnarfjörð. Marinó Fannar Pálsson MS-nemi í sjávarlíffræði segir töskukrabbann frekan og hann éti nánast allt sem fyrir verði. Félagi hans í rannsóknarverkefninu, Óskar Sindri Gíslason, segir að þeir séu m.a. að kanna útbreiðslu krabbans og hvað hann geti hugsanlega fjölgað sér mikið við landið..
Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent