Lífið

Chris Cornell áritar í Skífunni

MYND/Getty

Rokkstjarnan Chris Cornell mun árita nýjustu plötu sína, Carry On, í verslun Skífunnar á laugavegi á morgun klukkan fjögur. Cornell kemur til lansins í dag en hann mun halda tónleika í Laugardalshöllinni á laugardag.

Sjaldgæft er að stórstjarna á borð við Cornell fallist á að árita í verslun og er þetta því kjörið tækifæri fyrir fólk að sjá hann í návígi.

Miðasala á tónleikana á laugardag er í fullum gangi en uppselt er í stúku. Cornell mun ætla að taka helstu smelli sína á ferlinum, meðal annars af plötunum Soundgarden, Audioslave og Temple of the Dog.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.