Lífið

Jen og Pitt eru góðir vinir

MYND/Getty

Brad Pitt segist í samtali við tímaritið Details vera í góðu vináttusambandi við fyrrverandi eiginkonu sína Jennifer Aniston. Stjarnan viðurkennir að hafa fylgt hjarta sínu þegar hann skildi við Jen árið 2005 og ákvað að snúa sér að þáverandi mótleikkonu sinni Angelinu Jolie.

"Við Jen munum þó alltaf vera vinir. Við gerðum mikið saman og það verður aldrei þurrkað út," segir Pitt. Aðspurður um fjölmiðlafárið sem upphófst í kringum skilnaðinn segist Pitt ekki sjá hvernig þau hefðu getað gert hlutina öðruvísi. "Við reyndum að vernda alla hlutaðeigandi eins og við gátum. Það sem ég hafði að leiðarljósi var að lifa lífinu til fulls."

Aðspurður um barnaskarann sem Pitt og Jolie hafa komið sér upp á stuttum tíma segir Pitt: "Ég hef alltaf verið mikið fyrir öfga svo mér líkar þetta vel. Það tók bara nokkrar vikur að ná áttum. Fjölskyldulífið gleður mig svo mikið og börnin hafa náð að tengjast hvort öðru. Ég hlakka til að sjá þau bönd styrkjast enn frekar og fylgjast með fjölskyldunni dafna."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.