Metþátttaka er í kvartmílukeppni Kvartmíluklúbbsins sem hefst kl. eitt í dag á keppnisbrautinni í Kapelluhrauni við hliðina á Straumsvík. Jón Gunnar Kristinsson, varaformaður klúbbsins segir að 60 bílar séu skráðir til leiks en undanfarin ár hafa þetta verið á milli 20 og 30 bílar.
Jón segir að í keppninni nú megi finna allt frá fjölskyldubílnum og upp í sérhannaða "dragstera". Enda er keppt í mörgum mismunandi flokkum. "Og það má líka finna gamla eðalvagna hér á brautinni í dag," segir Jón Gunnar.
Aðspurður um ástæðurnar fyrir hinni miklu þátttöku nú segir Jón Gunnar að þetta gangi svoldið í bylgjum hjá þeim. "Við vorum með rúmlega 50 bíla í keppnum árin 2000 og 2001 en síðan datt þetta niður," segir Jón Gunnar. "Menn hafa hinsvegar verið duglegir við að flytja inn tæki og endurbyggja bíla sína.