Lífið

Camilla tíndi sveppi á meðan á undirbúningi fyrir minningarathöfn Díönu stóð

Ein og yfirgefin
Ein og yfirgefin MYND/Getty

Breskir ljósmyndarar náðu myndum af Camillu Parker Bowles, eiginkonu Karls Bretaprins, tína sveppi í skógi nærri Balmoral, höll Elísabetar Englandsdrottningar í Skotlandi, á dögunum. Hún mun hafa farið þangað til að forðast sviðsljósið. Camilla gekk um skóginn í fylgd lífvarðar og tíndi sveppi í litla bastkörfu.

Hún situr nú aftur ein í höllinni en Karl mun ætla að keyra til hennar strax eftir að minningarathöfn um Díönu lýkur í dag. Hún er svo sögð ætla í frí með vinkonum sínum í næstu viku.

Hjónin hafa ekki verið á eitt sátt undanfarna daga. Karl vildi að Camilla yrði viðstödd minningarathöfnina til heiðurs Díönu á 10 ára dánardegi hennar en Camilla hafði sínar efasemdir. Aðdáendur Díönu gagnrýndu hana fyrir að ætla að mæta og hætti hún að lokum við.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.