Lífið

Knightley áberandi grönn á opnun kvikmyndahátíðarinnar í Feneyjum

Knightley skartaði bleikum Chanel kjól á opnuninni
Knightley skartaði bleikum Chanel kjól á opnuninni MYND/Getty

Leikkonana Keira Knightley var viðstödd opnun kvikmyndahátíðarinnar í Feneyjum í gær og var nýjasta mynd hennar Atonement opnunarmynd hátíðarinnar. Leikkonan vakti eins og gefur að skilja athygli á rauða dreglinum en mörgum brá þó í brún að sjá hversu grönn hún er orðin. Á síðasta ári neitaði Knightley því staðfastlega að vera haldin átröskun en af myndunum að dæma þá er ekki allt með felldu.

 

Á blaðamannafundi á þriðjudaginn sást enn betur hversu grönn Keira er orðinMYND/Getty

Nýjustu mynd hennar er þó spáð góðu gengi og hefur leikkonan verið orðuð við Óskarinn fyrir hlutverk sitt. Hún segist strax hafa fallið fyrir handritinu en myndin fjallar um ástarævintýri sem fer út um þúfur eftir hörmulegan misskilning.

Keira segist hafa tekið hlutverkið þar sem hún sé mikið fyrir rómantík. "Þegar ég las handritið fór ég að gráta," sagði leikkonan í gær. "Þannig verkefni gefur maður ekki frá sér."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.