Lífið

Winehouse verður ekki viðstödd MTV tónlistarverðlaunahátíðina

MYND/Getty

Útgáfufyrirtæki Amy Winehouse hefur gefið út yfirlýsingu þess efnis að söngkonan muni ekki koma fram á MTV tónlistarverðlaunahátíðinni í næsta mánuði. Útgáfufyrirtækið, Universal Republic Records, hefur auk þess afboðað komu hennar á allar aðrar samkomur og tónleika sem búið var að bóka hana á.

Þar á meðal hefur tónleikaferð hennar um Bandaríkin og Canada verið frestað til ársins 2008. Ástæðuna segja talsmenn fyrirtækisins vera áframhaldandi tilraun til að stuðla að bættri heilsu söngkonunnar.

Winehouse hefur undanfarið afboðað komu sína á marga tónleika og fór í meðferð á dögunum sem skilaði ekki tilskildum árangri. Fjölskylda hennar hefur lýst miklum áhyggjum af heilsu hennar og er hún sögð glíma við bæði átröskun og fíkniefnavanda.

Winehouse er tilnefnd til þriggja verðlauna á MTV hátíðinni sem fram fer þann níunda september næstkomandi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.