Lífið

Vanræktir hundar á heimili rapparans DMX

Rapparinn DMX
Rapparinn DMX MYND/Getty

Lögregla gerði rassíu á heimili rapparans DMX í Arizona á dögunum og fann þar 12 vanrækta hunda. Auk þess voru þrír hundar grafnir í garði rapparans. Nágrannar gerðu lögreglu viðvart en hundarnir höfðu hvorki fengið vott né þurrt um langt skeið.

Rapparinn segist ekki hafa verið heima í tvo mánuði. Murray Richman, lögfræðingur hans, segir að starfsmaður hafi verið fenginn til að gæta hundanna en að hann hafi greinilega ekki sinnt starfi sínu. "DMX elskar hundana sína, þeir eru fjölskyldan hans," segir Richman.

DMX gefur sig út fyrir að vera mikill hundavinur. Hér má sjá tattú sem hann ber.MYND/Getty

DMX sem heitir réttu nafni Earl Simmons hefur selt 20 milljónir platna og er ein vinsælasta hip-hop stjarna Bandaríkjanna. Nýjasta plata hans kom út á síðasta ári og heitir Year of the Dog. DMX hefur einnig komið á fót eigin fatalínu fyrir hunda.

Auk þess að finna hina vanræktu hunda gerði lögreglan upptæk skotvopn og töluvert magn af eiturlyfjum á heimili rapparans.

DMX var dæmdur til samfélagsþjónustu fyrir fimm árum eftir að hafa viðurkennt fyrir rétti að hafa beitt dýr harðræði auk þess að hafa haft fíkniefni í fórum sínum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.