Lífið

Kate Moss að hverfa

Kate Moss með fyrrverandi.
Kate Moss með fyrrverandi.
Vinir Kate Moss hafa miklar áhyggjur af fyrirsætunni, en hún hefur hríðhorast frá því hún hætti með dóphausnum Pete Doherty. Að sögn Daily Mail hefur hún misst fimm kíló á síðustu þremur vikum, og borðar því sem næst ekkert.

Ekki hefur allt gengið sem skyldi hjá hinni 33ja ára ofurfyrirsætu undanfarið. Hvorki Burberry né Agent Provocateur endurnýjuðu samninga sýna við hana þegar þeir runnu út í haust, og svo hefur hún hætt - og byrjað - reglulega með Doherty undanfarið.

Sambandinu virðist þó vera endanlega lokið. Ein að aðaláhyggjum Moss þessa dagana ku einmitt vera að Doherty er sagður vera að hitta fyrrverandi kærustu sína, hina kanadísku Irenu. Til að bíta hausinn af skömminni, er Irena einmitt fyrirsætan sem Moss valdi til að kynna fatalínu sína fyrir Top Shop.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.