Lífið

Diaz og Law saman í frí á Havaí

Það getur enginn neitað því að Jude Law og Cameron Diaz eru afar glæsilegt par.
Það getur enginn neitað því að Jude Law og Cameron Diaz eru afar glæsilegt par. Nordic Photos/Getty

Stjörnuleikarnir Jude Law og Cameron Diaz ætla saman í frí til Havaí. Þau kynntust við tökur á myndinni The Holiday og fór svo vel með á þeim að þau fóru á nokkur stefnumót. Nú er það hins vegar sumarfrí sem er á döfinni hjá skötuhjúnum. Áfangastaðurinn er Havaí þar sem Diaz dvaldi langdvölum með fyrrverandi kærasta sínum Justin Timberlake.

Að sögn heimildarmanna breska blaðsins Sunday Mirror er Cameron Diaz yfir sig ástfanginn af Íslandsvininum Jude Law og vill engan annan. Þess vegna ákvað hún að fara til Havaí með honum þar sem þau geta hlúð að ástinni í friði fyrir forvitnum blaðamönnum og ljósmyndurum.

Law hefur ekki verið við eina fjölina felldur í kvennamálum og var til að mynda orðaður við leik- og söngkonuna Höllu Vilhjálmsdóttur þegar hann dvaldi á Íslandi fyrr á þessu ári.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.