Lífið

Tvær barnfóstrur löbbuðu út frá Beckham-hjónunum

Victoria Beckham er algjör pest fyrir barnfóstrurnar.
Victoria Beckham er algjör pest fyrir barnfóstrurnar. Nordic Photos/Getty
Breska götublaðið News of the World heldur því fram að tvær barnfóstrur sem David og Victoria Beckham höfðu ráðið til að gæta þriggja sona sinna, Brooklyn, Romeo og Cruz, höfðu fengið nóg og sagt upp vegna framkomu hjónanna í sinn garð sem þær segja að hafi verið niðurlægjandi.

Svo slæmt var ástandið að Victoria þurfti sjálf að fara með drengina í skólann í síðustu viku eftir að barnfóstrurnar gengu út. Heimildarmaður blaðsins sagði að stúlkurnar hefðu ímyndað sér að þær væru að fara í draumastarfið að vinna fyrir ríka fólkið í Kaliforníu en það hefði reynst vera martröð. "Þær kvörtuðu yfir því að Victoria talaði niður til þeirra, móðir hennar Jackie skipaði þeim miskunnarlaust fyrir og að þeim hefði liðið eins og hundum.

Fyrri barnfóstran hafði verið hjá þeim í ár en sú seinni í hálft ár. Þær voru ráðnar til að gæta drengjanna þriggja, Brooklyn 8 ára, Romeo 4 ára og Cruz 2 ára en þurftu síðan að elda og þrífa af allri fjölskyldunni að sögn heimildarmannsins sem sagði að þær hefðu oft verið á fullu frá klukkan sex á morgnanna til miðnættis. Og þótt launin hefðu verið allt í lagi þá fengu þær leið á þessu.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.