Lífið

Nýtt barn hjá Beckham hjónunum?

MYND/Getty

Nýtt land, nýtt hús og nýtt barn hjá Beckham fjölskyldunni! Í viðtali við Daily Mirror á dögunum ræddi Victoria Beckham opinskátt um að hún og maður hennar David Beckham geti vel hugsað sér að bæta við barni. "Okkur langar í annað - kannski á næsta ári," sagði kryddið. "Barnið gæti orðið svo heppið að öðlast tvöfaldan ríkisborgararétt."

Aðspurð um nýja heimilið í Bandaríkjunum sagðist Victoria yfir sig ánægð. "Strákarnir eru hrifnir af íþróttunum, David er ánægður með nýja liðið og ég er mjög ánægð með að flytja loksins á stað þar sem ég þekki einhvern fyrir, en góðvinkonur Victoríu þær Katie Holmes og Eva Longoria úr Aðþrengdum eiginkonum búa í næsta nágrenni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.