Lífið

Þingmenn á skólabekk

Magnús Stefánsson
Magnús Stefánsson MYND/365

Þingmennirnir Birkir Jón Jónsson og Magnús Stefánsson, fyrrverandi félagsmálaráðherra, hafa ákveðið að setjast á skólabekk.

Þeir eru báðir byrjaðir í MBA námi í Háskóla Íslands og því ljóst að nóg verður að gera hjá þeim í vetur. Þeir þurfa eflaust að sitja mikið við og bæði sitja undir ræðum í þinginu og fyrirlestrum í skólanum.

Birkir Jón JónssonMYND/365

Sem betur fer er stutt á milli Háskólans og þinghússins og mögulega geta þeir félagarnir og flokksbræður í Framsóknarflokknum liðkað sig með göngu á milli húsa.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.