Lífið

Sultukeppni í Stykkishólmi

Gestir Norska hússins að gæða sér á sultunum
Gestir Norska hússins að gæða sér á sultunum MYND/Stykkishólmspósturinn

Sultu og marmelaðikeppni var haldin í Norska húsinu á Dönskum dögum í Stykkishólmi í síðustu viku. Þátttakendur í keppninni voru níu talsins og sendu inn samtals 14 sultur.

Fengin var dönsk-íslensk dómnefnd til að dæma sulturnar en keppt var í nokkrum flokkum. Gestir sem komu í Norska húsið á Dönskum dögum gátu smakkað á sultunum og fengu einnig að segja sitt álit.

Fyrstu verðlaun í keppninni hlaut Kristín Finnbogadóttir fyrir Bláberja- og appelsínumarmelaði. Önnur verðlaun hlaut Anna Melsteð fyrir Krækiber-lime-mynta og þriðju verðlaun hlaut einnig Anna Melsteð fyrir Krækiber í hlynsírópi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.